Guðbjörg Heiða heiðruð

350
Deila:

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi var heiðruð  á Viðurkenningarhátíð Félags Kvenna í Atvinnurekstri. FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd. Marel hefur undanfarin ár tekið mikilvæg skref í átt til aukins jafnréttis og á síðasta ári hlaut félagið jafnlaunavottun og náði auk þess þeim áfanga að ná jöfnu kynjahlutfalli í ráðningum.

„Við erum gríðarlega stolt af okkar konu og þeim skrefum sem hafa verið tekin í Marel á Íslandi í átt að jafnari þátttöku kynjanna, meðal annars með jafnlaunavottun og jöfnu kynjahlutfalli í ráðningum á síðasta ári. Þá hefur Marel einnig innleitt stefnu um margbreytileika og fjölbreytni,“ segir í færslu á heimasíðu Marel.

Guðbjörg Heiða tók við verðlaununum á fjölmennri viðurkenningarhátíð FKA sem haldin var í gær. Þar flutti m.a. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra erindi auk þess sem formaður og fulltrúar dómnefndar FKA stigu á svið.

 

Deila: