Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kvóti er á henni. Rjúpa er uppáhaldsmaturinn og draumafríið er í Malasíu.
Nafn:
Hjörvar Hjálmarsson.
Hvaðan ertu?
Neskaupstað.
Fjölskylduhagir?
Giftur Júlíu Sigrúni Ásvaldsdóttir. 3 dætur, Hrefna, Freydís og Sóley.
Við hvað starfar þú núna?
Skipstjóri á Berki NK 122.
Hvenær byrjaðir þú að vinna við sjávarútveg?
15 ára á Barða NK 120 (rosanum).
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Að vera alltaf á tánum. Allur veiðiskapur er spennandi.
En það erfiðasta?
Mannskapsmál og íslenskt veðurfar.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Það var held ég að stunda síldveiðar á Breiðafirði. Líka mest spennandi.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Sveinn Benediktsson. Lærifaðir og mikill snillingur.
Hver eru áhugamál þín?
Veiðar, útivist og ferðalög.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Rjúpa.
Hvert færir þú í draumfríið?
Malasíu.