Marel kaupir eigin hluti fyrir 841 milljón

92
Deila:

Marel hf.keypti í síðustu viku 1.185.468 eigin hluti að kaupverði 841.209.936 krónur.  Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 10. mars 2020 og var gerð í samræmi við þágildandi heimild aðalfundar Marel hf. þann 6. mars 2019 til kaupa á eigin bréfum, sem endurnýjuð var á aðalfundi félagsins þann 18. mars 2020.

Marel hf. átti 19.832.499 eigin hluti fyrir viðskiptin og átti að þeim loknum 21.017.967 eigin hluti eða sem nemur 2,73% af útgefnum hlutum í félaginu.

Marel hf. hefur keypt samtals 12.269.153 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,59% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 7.176.958.341 kr.

Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 25.000.000 hlutum eða sem nemur 3,2% af útgefnum hlutum í félaginu. Endurkaupaáætlunin er í gildi á tímabilinu 11. mars 2020 til og með 4. september 2020.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052.

 

Deila: