Mjög góð veiði í Þverálnum

Togarar Fisk Seafood á hafa verið að gera það gott undanfarna daga. Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 220 tonn. Uppistaða aflans var þorskur. Heimasíða Fisk Seafood sló á þráðinn til Bárðar Eyþórssonar skipstjóra:
„Við vorum að veiðum í fjóra sólarhringa, byrjuðum á Halanum fyrstu tvo dagana í rólegri veiði. Færðum okkur yfir á Þverálinn þar var mjög góð veiði. Veðrið í túrnum var gott“ segir Bárður.
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn, uppistaða aflans var þorskur, skarkoli og ýsa. Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi og það var líka Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Aflinn var um 64 tonn, uppistaða aflans var skarkoli, þorskur og ýsa. Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.