Namibísk yfirvöld komin með gögn frá Íslandi og Noregi

84
Deila:

Namibísk yfirvöld eru komin með gögn frá Íslandi og Noregi sem eru sögð nýtast við rannsókn namibísku spillingarlögreglunnar ACC á einum anga af sakamálinu sem upp kom eftir uppljóstranirnar í Samherjaskjölunum. Ríkislögmaður Namibíu fór fram á það fyrir helgi að rannsakendur fengju lokafrest til að ljúka rannsókninni samkvæmt frétt á ruv,is.

Þetta kemur fram á vef Informante. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir í samtali við fréttastofu að þeir hafi verið í samskiptum við namibísk yfirvöld og að gögn hafi verið send til Namibíu á grundvelli réttarbeiðna.

Sagði taka tíma að greina gögnin frá Íslandi og Noregi

Ríkislögmaður Namibíu óskaði eftir því á föstudag að spillingarlögreglan fengi síðasta frestinn til að ljúka við rannsókn sakamálsins.   Aðalrannsakandi ACC gaf skýrslu fyrir dómi vegna beiðninnar og greindi þar frá því að þeir hefðu nýlega fengið gögn frá Íslandi og Noregi sem nauðsynlegt væri að fara yfir. Það væri tímafrekt þar sem það þyrfti að gera það handvirkt. Mánuður í viðbót ætti að duga.

 

Deila: