Alsjálfvirk sótthreinsiþoka frá D-Tech

135
Deila:

Á þessum Covid tímum hefur umhverfis-, hreinlætis- og sótthreinsivitund matvælaframleiðanda náð nýjum hæðum en efnið okkar vinnur á Covid-19. Við vorum fljótir að fá rannsókn á því í Bandaríkjunum sem sýnir hve virkni sótthreinsunar okkar er öflug,“ segir Óli Björn Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri D-Tech í samtali. Óli Björn er nýráðinn sölu- og markaðsstjóri D-Tech en hann er með fjölbreyttan grunn úr sjávarútvegi.

„Þrátt fyrir það gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því þvílík bylting það er sem D-Tech er að bjóða. Mér lýst geysilega vel á starfið og þann öfluga hóp starfsfólks sem fyrirtækið hefur innan sinna raða. Persónulega tel ég að okkar lausnir ættu að vera staðlaðar lausnir fyrir fyrirtæki í matvælavinnslu, það öflugar eru þær,“ segir hann í samtali.

Byltingarkennd lausn

D-Tech kynnir byltingarkennda lausn við sótthreinsun í matvælafyrirtækjum þar sem mannshöndin kemur þar hvergi nærri. D-Tech búnaðurinn framleiðir sótthreinsandi þoku sem smýgur í gegnum allar rifur og sótthreinsar með ótrúlegum árangri. Fyrsta kerfið frá D-Tech var sett upp fyrir 18 árum og það er enn í notkun. „Við fullyrðum að kerfið okkar borgi sig upp á um það bil einu ári en það notar 80% minna magn af sótthreinsiefnum og launakostnaðurinn við hreinsunina er enginn þar sem búnaðurinn er alsjálfvirkur. Þá notar kerfið 90% minna vatn en hefðbundnar aðferðir og það skiptir sums staðar máli,“ segir hann.

Augljósir yfirburðir

Mannshöndin stýrir hefðbundnum sótthreinsiaðferðum sem hingað til hafa verið alls ráðandi sem þýðir að svæði sem erfitt er að komast að verða útundan. Með aðferð D-Tech er vatni, D-San sótthreinsi og lofti blandað saman og dreift um alla verksmiðjuna sem þoku þannig að ekkert verður útundan. Um leið sótthreinsar þokan gólf, veggi og loft sem erfitt er að komast að. D-Tech hefur sett upp yfir 140 stöðvar á Íslandi, Lettlandi, Hvíta Rússlandi, Noregi, Grænlandi, Kanada og síðast en ekki síst Póllandi þar sem stærstu kjöt- og alifuglaframleiðendur landsins nota kerfin frá D-Tech.

Við alls kyns aðstæður

„Kerfin okkar hafa verið sett upp hjá stærstu útgerðaraðilum á Íslandi s.s. Samherja, SVN, Brim og Vísi og erlendis hefur eldisrisinn Grieg haft okkar kerfi lengi en þar útrýmdum við listeríusmiti á örfáum dögum. Viðskiptavinum hér heima og erlendis fjölgar jafnt og þétt og get ég nefnt að Oddi á Patreksfirði er okkar nýjasti kaupandi en afurðir þeirra verða klárlega fyrsta flokks eftir að vélarbúnaður þeirra hefur verið sótthreinsaður með okkar lausn. Eimskip notar t.d. kerfi frá okkur í kælibíla sem tekur aðeins 3 mínútur að sótthreinsa til að koma í veg fyrir krossmengun á milli afurða, við höfum sett upp kerfi í rækjuvinnslum og nýverið var sett upp fyrsta kerfið til sótthreinsunar í hausaþurrkun hér á landi. Þannig má áfram telja.“
Þetta viðtal birtist fyrst í Sóknarfæri, sem Ritform gefur út. Blaðinu er dreift til fyrirtækja í landinu en þá má einnig sjá á heimasíðu Ritforms, https://ritform.is/

 

Deila: