Möguleg lögbrot Eimskips til skoðunar

164
Deila:

Mögu­leg lög­brot við flutn­ing og nið­ur­rif tveggja skipa sem voru í eigu Eim­skips, Lax­foss og Goða­foss, eru á borði stjórn­valda á Íslandi og í Holland­i. Þetta kom fram í Kveik á RÚV í gærkvöldi þar sem fjallað var um end­ur­vinnslu skip­anna tveggja í skipa­nið­ur­rifs­stöð í Ind­landi sem upp­fyllir ekki evr­ópskar reglur um end­ur­vinnslu skipa.

Sam­kvæmt heim­ildum Kveiks hefur beiðni um opin­bera rann­sókn á meintum ólög­legum flutn­ingi og nið­ur­rifi skip­anna tveggja verið send til emb­ættis Hér­aðs­sak­sókn­ara. Frá þessu er greint á kjarninn.is og segir þar ennfremur.

Lög­gjöf tók gildi á Íslandi fyrir ári síðan

Skipin tvö voru seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­hæfir sig í að vera milli­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­manna og umhverf­is­á­hrif nið­ur­rifs­ins eru mun lak­ari en í Evr­ópu. Þar eru skip oft rifin í flæð­ar­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Laxfoss og Goða­foss voru flutt í skipa­kirkju­garð­inn í Alang á Ind­landi í maí síð­ast­liðn­um. Í þætti Kveiks kom fram að ein af ástæðum fyrir því að þetta þætti eft­ir­sókn­ar­vert væri sú að í Asíu sé greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­ur­rif en í Evr­ópu. Að minnsta kosti 137 starfs­menn í Alang hafa lát­ist við störf síð­ast­lið­inn ára­tug, sam­kvæmt því sem kom fram í Kveik.

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) lög­festi Basel-sátt­mál­ann, sem gerður var 1998, fyrir 14 árum síðan og bann­aði þar með útflutn­ing hættu­lega og meng­andi úrgangs frá Evr­ópu. Frá 2018 hefur ESB svo lagt bann við því að skip yfir 500 brúttó­tonnum séu rifin ann­ars staðar en í vott­uðum end­ur­vinnslu­stöðv­um. Bæði Lax­foss og Goða­foss voru yfir þeirri stærð.

Sú lög­gjöf tók gildi á Íslandi fyrir ári síðan og gildir því um starf­semi Eim­skips. Brot á henni geta varðar fjár­sektum eða nokk­urra ára fang­elsi.

Líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­skip

Stærsti eig­andi Eim­skips er Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem heldur utan um erlenda starf­semi hennar og eign­ar­hlut­inn í Eim­skip, með 27,06 pró­sent hlut. Stjórn­ar­for­maður Eim­skips er Bald­vin Þor­steins­son, sonur Þor­steins Más Bald­vins­sonar for­stjóra Sam­herja. Bald­vin á nú 20,5 pró­sent hlut í Sam­herja hf.,, hinu félag­inu sem myndar Sam­herj­a­sam­stæð­una. Sam­herji er með tvö af fimm stjórn­ar­sætum í Eim­skip auk þess sem sam­steypan styður einn óháðan stjórn­ar­mann óskorað til stjórn­ar­setu. Í jan­úar 2019 var svo ráð­inn nýr for­stjóri Eim­skips, Vil­helm Már Þor­­­­steins­­­­son. Hann er frændi stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­manns­ins og tveggja helstu eig­enda Sam­herja. Vil­helm neit­aði að veita Kveik við­tal vegna umfjöll­unar þátt­ar­ins um Eim­skip.

Eim­skip sendi hins vegar frá sér til­kynn­ingu í síð­ustu viku, eftir að Kveikur hafði óskað eftir við­tali, þar sem fyr­ir­tækið sagð­ist ekki hafa tekið ákvörðun um að senda skipin tvö til Ind­lands í end­ur­vinnslu, heldur hafi það verið ákvörðun GMS, sem keypti skipin af Eim­skip.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­skip. Stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Gildi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta eiga sam­tals 43,2 pró­sent í skipa­fé­lag­inu. Allir sjóð­irnir hafa sam­fé­lags­lega ábyrgð að leið­ar­ljósi í starf­semi sinni.

Tilkynningu Eimskips má lesa hér: https://audlindin.is/tilkynning-vardandi-solu-eimskips-skipunum-godafossi-og-laxfossi/

 

 

Deila: