Fín þorskveiði fyrir austan

119
Deila:

,,Við erum búnir að vera hér fyrir austan í viku og þótt það sé dagamunur á veiðinni þá hafa aflabrögðin verið með ágætum. Þorskurinn er mjög góður, þrjú til fjögur kíló, og það hefur verið þokkalegasta ýsuveiði með,” sagði Haraldur Árnason, skipstjóri á frystitogaranum Höfrungi III AK, er rætt var við hann á heimasíðu Brims.

Að sögn Haraldar er mikið líf fyrir austan og greinilegt sé að þorskurinn sæki í síldina sem nóg er af á Austfjarðamiðum. Er rætt var við Harald var skipið um 45 mílur frá landi, í kantinum út af Glettinganesgrunni. Mikill fjöldi skipa hefur sótt í þorskinn en nokkru utar voru nokkur færeysk skip, sennilega á síldveiðum. Og sunnar voru íslensk skip á kolmunnaveiðum.
„Við erum búnir að vera hér fyrir austan í viku og þótt það sé dagamunur á veiðinni þá hafa aflabrögðin verið með ágætum. Við byrjuðum þessa veiðiferð á Vestfjarðamiðum en þar var enginn þorskur og lítið um ufsa. Við fórum því austur og höfum verið þar síðan. Við fórum suður á Skrúðsgrunn um daginn en þar var gott ýsuskot sem stóð í um sólarhring. En svona er þetta. Upp einn daginn og niður þann næsta. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber,” segir Haraldur Árnason.

 

Deila: