10% aflaaukning með nýju trolli

238
Deila:

Veiðarfærahönnuðir hjá færeysku netagerðinni Vónin hafa hannað nýtt troll sem ber heitið Zenith, með fjölhæfni að leiðarljósi, sem nýtist bæði við veiðar eins báts og tveggja. Trollið hefur þegar staðist þær væntingar um aukinn afla, sem prófanir á hönnunartímanum gerðu ráð fyrir. Þannig hefur afli af fiskitegundum eins og þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu aukist með nýja trollinu.

Þrátt fyrir að Zenith tollið sé með færri möskva í opinu, er höfuðlínan hærri og opnunin meiri en í hefðbundnum trollum. Trollið er einnig hannað til að halda meiri og stöðugri stöðu við botninn.

Skipstjórar færeysku togbátanna Pólarhavs og Stjörnunnar haf tekið nýja trollið í gagnið og raunin sýnir að að aflinn er um 10% meiri á mánaðartíma á breytilegum veiðum, en með önnur troll áður. Á það við bæði um veiðar á ufsa, ýsu og karfa.

Deila: