Brim fyrst til að birta samfélagsskýrslu

107
Deila:

Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS birtu í dag stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Undanfarna mánuði hefur SFS staðið fyrir opnum fundum og vinnustofum þar sem aðilum úr sjávarútveginum og samfélaginu var boðið að ræða samfélagsábyrgð sjávarútvegsins og er samfélagstefnan afrakstur þeirrar vinnu. Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri undirritaði stefnuna fyrir hönd Brims.

„Brim hefur undanfarin ár unnið markvisst að umhverfis-og samfélagsmálum með margvíslegum hætti. Árlega er gefin út samfélagsskýrsla, þar sem sagt er frá þeim verkefnum, sem unnið er að í umhverfis-og samfélagsmálum og stöðu og þróun þeirra mála hjá félaginu. Brim (þá HB Grandi) var fyrsta sjávarútvegsfélagið til að birta samfélagsskýrslu og eru allar skýrslur félagsins aðgengilegar á vefsíðu Brims.

Það er afar ánægjulegt að félög innan SFS hafi sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð og fellur það vel að stefnu Brims í þeim málum,“ segir í frétt frá Brimi.

 

 

 

Deila: