Mikill verðmunur milli Íslands og Noregs á síld upp úr sjó

96
Deila:

Á tímabilinu 2012 – 2019 er meðalverð á NÍ-síld til vinnslu og bræðslu að meðaltali 128% hærra í Noregi en á Íslandi. Á árinu 2019 er meðalverð á NÍ-síld (til bræðslu og vinnslu) 51% hærra í Noregi en á Íslandi en á því ári er minnsti munur á tímabilinu. Mesti munur á milli landanna var á árinu 2015 en þá var verð 186% hærra í Noregi. Verðmunur á afurðum er lítill sem enginn.

Þetta kemur fram í frétt frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem hefur tekið saman hráefnisverð og afurðaverð fyrir norsk-íslenska síld á Íslandi og Noregi fyrir árin 2012-2019. Verðupplýsingar síldar á Íslandi eru unnar upp úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum innsendum af aflakaupa til Fiskistofu. Aðeins eru notaðar upplýsingar frá fyrirtækjum á Íslandi sem kaupa afla (hráefni) í beinum viðskiptum af innlendum skipum og reka landvinnslu og bræðslu.

Eftirfarandi verðupplýsingar fyrir síld í Noregi byggjast á upplýsingum frá Norges Sildesalgslag og eiga við um norsk skip sem landa síld til frekari vinnslu eða bræðslu í Noregi. Miðgengi (meðaltal ársins) NOK/ISK er notað til að skipta yfir í íslenskar krónur.

Upplýsingar um afurðaverð fyrir Ísland og Noreg eru sóttar hjá Hagstofu Íslands og hagstofu Noregs.

NÍ-síld – Hráefni og afurðir

Fylgiskjal

 

Deila: