Þorskur með viskísósu

Einhverjum finnst örugglega gott að fá sér bæði viskí og þorsk, en tæplega saman. Það ætlum við samt sem áður að bjóða upp á núna, þorsk með Jack Danielssósu. Þetta er einfaldur, þægilegur og bragðgóður réttur og góð tilbreyting frá hefðbundnari matreiðslu. Þá er bara að skella sér í fiskbúðina og ríkið og fara heim útbúa fiskveislu í kvöldmatinn. Verði ykkur að góðu.
Innihald:
800 þorskflök, roð- og beinlaus
2 msk. smjör
1 msk. ólívuolía
1 tsk. salt
4 msk. balsamic edik
4 msk. bourbon viskí, t.d. Jack Daniels
½ bolli hunang eða hlynsýróp
saxaður ferskur vorlaukur, steinselja eða basilíka til skrauts
Aðferðin:
Skerið flakið eða flökin í hæfilega bita og þurrkið þá með pappírsþurrku og látið þá ná stofuhita.
Á meðan er edikinu og viskíinu blandað saman í skál og lagt til hliðar.
Hellið hunanginu/hlynsýrópinu í lítinn pott og stillið hitann á miðlung. Hunangið fer að krauma fljótlega. Hrærið í því með trésleif þangað til það verður fallega dökkleitt.
Hellið þá ediks- og viskíblöndunni mjög varlega út í pottinn. Hrærið blönduna vel saman og látið krauma í um 2 mínútur. Takið síðan pottinn af hitanum. Verði sósan of þykk meðan verið er að steikja fiskinn, má kveikja aftur undir henni
Setjið olíuna og smjörið á góða pönnu á miðlungshita. Saltið þorskbitana á báðum hliðum. Steikið þá síðan í um 4 mínútur á hvorri hlið, fer aðeins eftir þykkt.
Færið fiskinn síðan upp á fjóra diska, jafnið sósunni á diskana og skreytið með ferska grænmetinu. Með þessu er gott að hafa soðin hrísgrjón, gott brauð og salat að eigin vali.