Stýrið fær fyrstu verðlaun

241
Deila:

Vefsíðan stýrið.is hefur verið útnefnt sem besta viðskiptahugmyndin í keppninni Arctic Future Challenge, nýsköpunarkeppni fyrir ungmenni á norðurslóðum.  Stýrið keppti við um 400 aðrar hugmyndir frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kanada, Noregi, Íslandi, Grænlandi og Danmörku.

Stýrið er vefsíða þar sem hægt er að leita að skipum á netinu og sjá feril þeirra. „Á næstu vikum kemur inn dýpislínukort sem við höfum frá Landhelgisgæslunni og einnig munu brátt birtast 400 skip frá Færeyjum, Noregi, Rússlandi, Danmörku og Grænlandi sem eiga það sameiginlegt að veiða á Norðurslóðum og í nánd við íslensk skip á alþjóðlegum hafsvæðum. Við getum að sjálfsögðu bætt við skipum að vild svo endilega sendu línu ef þú vilt fylgjast með þínu uppáhalds – sama hvar það er í heiminum,“ segir í frétt frá Stýrinu.

Ingvi Þór Georgsson

Yfir 400 frumkvöðlar á aldrinum 18-29 ára frá öllum Norðurskautsríkjunum átta voru tilnefndir til þátttöku í keppninni. Ingvi Georgsson frá Stýrinu tók við verðlaunum fyrir bestu viðskiptahugmyndina (Best Arctic Youth Business Concept) og Aðalheiður Hreinsdóttir frá LearnCove varð hlutskörpust í flokknum stofnandi ársins (Arctic Youth Founder of the Year). Loks tók Ólafur Bogason við verðlaunum fyrir hönd Genki Instruments sem frumkvöðlafyrirtæki ársins (Arctic Youth Startup of the Year).

 

Deila: