Veitt á Örvæntingarhorni
Gullver NS landar 84 tonnum á Seyðisfirði í dag. Steinþór Hálfdanarson var skipstjóri í veiðiferðinni og segir hann að aflast hafi þokkalega. „Við vorum einungis rúma þrjá daga að veiðum en aflinn er mest þorskur og dálítið af ýsu með. Veitt var í Hvalbakshallinu og á Örvæntingarhorni í ágætis veðri,“ segir Steinþór í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Gert er ráð fyrir að Gullver haldi til veiða á ný í kvöld.
Bæði Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum í gær. Aflinn var að mestu þorskur en einnig dálítið af ýsu og ufsa. Farið var út strax að löndun lokinni og er ráðgert að landað verði á ný á miðvikudag.
Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum í gær. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson