Örplast í meltingarvegi makríls og kolmuna við Ísland

222
Deila:

Fimmtudaginn 25. febrúar, kl. 10:00, mun Anni Malinen verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um örplast í meltingarvegi makríls og kolmuna við Ísland. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi en vegna samkomutakmarkana af völdum COVID-19 getur takmarkaður fjöldi sótt viðburðinn í Háskólasetrinu. Vörnin verður einnig aðgengileg í streymi á netinu fyrir áhugasama á YouTube rás Háskólaseturs.

Anni Malinen

Ritgerðin ber titilinn „Microplastic ingestion by Atlantic mackerel and blue whiting in Icelandic waters.“

Leiðbeinendur eru Dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun og Dr. Anna Ólafsdóttir, fiskifræðingur við Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Prófdómari er Dr. Ingeborg Hallanger, vísindakona umhverfismengun við norsku heimskautastofnunina Norsk Polarinstitutt.

Úrdráttur

Frá því um 1950 hefur plast verið notað í margs konar hluti fyrir iðnað og heimili. Sumt plastrusl endar í hafinu þar sem það sundrast og verður að svokölluðu örplasti

 

Deila: