Örplast í meltingarvegi makríls og kolmuna við Ísland
Fimmtudaginn 25. febrúar, kl. 10:00, mun Anni Malinen verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um örplast í meltingarvegi makríls og kolmuna við Ísland. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi en vegna samkomutakmarkana af völdum COVID-19 getur takmarkaður fjöldi sótt viðburðinn í Háskólasetrinu. Vörnin verður einnig aðgengileg í streymi á netinu fyrir áhugasama á YouTube rás Háskólaseturs.
Ritgerðin ber titilinn „Microplastic ingestion by Atlantic mackerel and blue whiting in Icelandic waters.“
Leiðbeinendur eru Dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun og Dr. Anna Ólafsdóttir, fiskifræðingur við Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Prófdómari er Dr. Ingeborg Hallanger, vísindakona umhverfismengun við norsku heimskautastofnunina Norsk Polarinstitutt.
Úrdráttur
Frá því um 1950 hefur plast verið notað í margs konar hluti fyrir iðnað og heimili. Sumt plastrusl endar í hafinu þar sem það sundrast og verður að svokölluðu örplasti