15 skip hafa landað loðnu
15 skip hafa landað loðnu samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu á vertíðinni. Aflahæstu skipin samkvæmt listanum eru Beitir NK með 3.148 tonn, Jóna Eðvalds SF með 2.796, Ásgrímur Halldórsson SF, Börkur NK með 2.574 og Aðalsteinn Jónsson SU með 2.103 tonn.
Undanfarin tvö ár hefur engin loðnuveiði verið, en nú var heildarkvótinn 127.000 tonn. Hlutur íslenskra skipa úr heildinni var um 70.000 tonn.
Markaðir fyrir loðnuafurðir hafa verið tómir, enda engin loðna veidd í heiminum í þrjú ár. Með þessum veiðum, þó litlar séu í sögulegu samhengi, verður mögulega hægt að halda lífi í mörkuðunum.