Langt og farsælt samstarf

14
Deila:

Matís hefur átt langt og farsælt samstarf við Skaginn 3X við þróun nýrra tækja og búnaðar fyrir sjávarútveg og fiskeldi. Slíkt samstarf er mjög mikilvægt fyrir rannsóknar- og þróunarfyrirtæki eins og Matís, en þannig geta sérfræðingar fyrirtækisins greint betur þarfir atvinnulífsins.

Samstarf Matís við Skaginn 3X er afar mikilvægt fyrir starfsmenn Matís og gefur verkefnum tilgang, auk þess að styðja við þau markmið fyrirtækisins að auka verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Íslendinga.

Þau eru ófá verkefnin sem hafa verið unnin í samstarfi þessara fyrirtækja og hafa skilað umtalsverðum árangri í að bæta gæði og verðmæti í sjávarútvegi og eldi, öllum landsmönnum til heilla.

Sjá einnig:

Over 20 Years of Research Innovation and Value Creation

 

Deila: