Stöðug slagsmál við veðrið

383
Deila:

Maður vikunnar byrjaði 17 ára gamall að vinna í fiski. Lærði síðan húsasmíði áður en sjórinn kallaði Hann er nú skipstjóri á harðbak EA-3 en í fríinu eru íslenskar náttúruperlur efst á dagskrá.

Nafn:

Björn Már Björnsson, kallaður Böbbi.

Hvaðan ertu?

Dalvíkingur í húð og hár.

Fjölskylduhagir?

Frjáls eins og fuglinn.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri á Harðbaki EA-3.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

17 ára gamall í frystihúsinu á Dalvík, lærði svo húsasmíði áður en ég hélt á hafsins námur. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin er alltaf af hinu góða.

En það erfiðasta?

Íslenska veðurkerfið, stöðug slagsmál við veðrið.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ætli það sé ekki þegar ég lét einn starfsmann taka pokann sinn. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er engum blöðum um það að fletta að Angantýr Arnar skipstjóri á Kaldbaki EA-1 er eftirminnilegastur. Hann er tímalaus snillingur. Svo á ég aragrúa af frábærum vinum til sjós.

Hver eru áhugamál þín?

Vélsleðar, endurohjól, skotveiði, stangveiði og allt sem hugurinn girnist.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Öll villibráð.

Hvert færir þú í draumfríið?

Eins og staðan í heimsmálunum er þessa dagana, eiga íslenskar náttúruperlur hug minn allan. 

 

Deila: