Mikill áhugi á strandveiðum

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er í dag mánudaginn 3. maí. Alls er hverjum bát heimilt að róa í 12 daga í hverjum mánuði maí, júní. júlí, ágúst. Óheimilt er að róa föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Alls hafa strandveiðibátar því 15 daga til að ná þeim 12 dögum sem eru í boði í maí.
Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu. Þegar lokað var fyrir umsóknir kl 14:00 á föstudag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra.