Skaginn 3X með nýja auglýsingaherferð

222
Deila:

Tækjaframleiðandinn Skaginn 3X fer nú nýjar leiðir kynningum á vörum sínum og starfsemi með auglýsingaherferð, þar sem lítið erum tæki og tól, en meira um sérstakar staðreyndir. „Við vildum skapa herferð, þar sem viðskiptavinir okkar gætu bæði notið auglýsinganna og tengt þær við okkur,“ segir Bylgja Pálsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins í samtali við fréttabréf Fishing News.

Viðskipavinir okkar eru fyrst og fremst fyrirtæki, en við viljum skapa tengsl við fólkið í fyrirtækjunum. Á meðan á heimsfaraldrinum hefur staðið þörfnumst við öll svolítillar glettni, og þessi herferð færir okkur hana,“ segir Bylgja.

Skaginn 3X á að baki áratuga sögu í hönnun og framleiðslu á nýjum og framsæknum lausnum í kæli- og frystikerfum í sjávarútvegi og hefur nú sniðið auglýsingarnar að því að ná til fólksins sem stendur að baki fyrirtækjanna, í stað þess að auglýsa ískaldar lausnir.

„Það er Sigurður Skúlason, eða Siggi the Polar Bear, eins og hann er þekktur meðal viðskiptavina Skagans 3X sem er aðalmaðurinn í auglýsingunum. Siggi hefur selt frysta frá Skaganum 3X í meira en 25 ár og því vel þekktur í bransanum. Það gerir hann fullkomnum fulltrúa fyrirtækisins í auglýsingunum,“ segir Bylgja.

Herferðin er byggð á „köldum“ staðreyndum og er syrpa af myndböndum, sem sýna daglega í þætti í lífi Sigga og sömuleiðis bregður fyrir myndum úr starfi hans sem sérfræðingur í kælitækni. Hann vaknar í íshelli og líf hans snýst um ís og kælingu. Hann fer í ísbíltúr í fimbulkulda og býr til höggmyndir úr klaka. Svo fylgja með nokkrar staðreyndir um Ísland á hinn rólynda hátt sem einkennir Sigga the Polar Bear.

Hér má sjá dæmi um auglýsingarnar  Siggi the Polar Bear on his journey through everything cold

 

Deila: