Risaskútan við Keflavík
Rússneska risaskútan Sailing Yacht A er nú komin suður og liggur rétt utan við Keflavík. Undanfarnar vikur hefur húnn haldið sig fyrir norðan, til dæmis á Eyjafirði og Skutuksfirði.
Henni hleypt af stokkunum árið 2017. Hún er auk segla búin vél sem knýr hana áfram. Engu var til sparað við gerð skútunnar. Hún er í eigu rússneska milljarðamæringsins Andrey Melnichenko og er skráð á Bermúdaeyjum. Hún er talin stærsta seglskúta í einkaeigu sem knúin er jafnframt með mótor. Engu var til sparað við gerð skútunnar.
Snekkjan var afhent eiganda sínum árið 2017. Hún var smíðuð af þýsku skipasmíðastöðinni Kobiskrug í Kiel. Ytra borð hennar er hannað af Doelker + Voges, franska arkitektinum Jacques Garcoin og hinum fræga franska hönnuði Philippe Starck, sem einnig hannaði fleyið að innan.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason