Gott ár hjá Vóninni

129
Deila:

Rekstur netagerðarinnar Vónin í Færeyjum gekk vel á síðasta ári. Hagnaður nam um einum milljarði króna, sem er örlítið meira en á síðasta ári. Tekjurnar voru ríflega 10 milljarðar króna, sem er heldur minna en á síðasta ári. Samdráttinn má að einhverju leyti rekja til heimsfaraldursins. Engu að síður jókst eigið fé fyrirtækisins og var um 6 milljarðar króna, sem er nokkur aukning frá fyrra ári. Vónin er hluti af samsteypu Hampiðjunnar.

Um tveir þriðju hlutar sölu Vónarinnar eru til aðila utan Færeyja. Meira en þriðjungur sölunnar er til fiskeldis og hefur sala til Skotlands aukist verulega.

Vónin er í samstarfi við netagerðir í Grænlandi, Kanada, Íslandi, Danmörku, Noregi og Litháen. Í Færeyjum eru deildirnar þrjár; Ein á Norðskála, sem sér um fiskeldið, önnur í Fuglafirði sem þjónar uppsjásvarveiðum og sú þriðja er í Þórshöfn, er hún sinnir botntrollsveiðiskipum.

Félagið á Grænlandi, Qalut Vónin, sem er vel staðsett við fjórar hafnir, er orðið stærsta fyrirtækið í botntrolls veiðum á svæðinu.

Nýtt og tæknivætt fyrirtæki samstæðu Hampiðjunnar í Litháen í framleiðslu er undirstaða þess að Vónin getur boðið hágæða vöru á samkeppnisfæru verði um allt Norðurr-Atlantshaf.

Deila: