Gullver í slipp

105
Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 100 tonnum á Seyðisfirði fyrir helgi. Aflinn var blandaður, mest ufsi, karfi og ýsa. Skipið hélt norður til Akureyrar þar sem það fer í slipp. Rúnar L. Gunnarsson, skipstjóri, segir að túrinn hafi gengið vel.

„Við byrjuðum að veiða í Skeiðarárdýpinu og síðan var farið austur eftir alveg á Berufjarðarálshorn. Túrinn var síðan kláraður á Stokksnesgrunni. Gert er ráð fyrir að skipið verði í slipp til 24. júlí og haldið verði til veiða á ný 27. júlí,“ segir Rúnar.

Sumarlokun frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði mun hefjast í lok næstu viku eða 9. júlí. Húsið verður lokað í fjórar vikur.

Á myndinni eru veiðarfærin tekin í land. Ljósmynd Ómar Bogason.

Deila: