Sögulegur makrílsamningur milli Færeyja og Noregs

112
Deila:

Færeyingar og Norðmenn hafa gert með sér samningum um aðgang að makrílveiðum inna beggja landanna innan þessa árs. Samkvæmt honum geta færeysk skip veitt allt að 83.524 tonn af eigin heimildum innan lögsögu Noregs. Norðmenn geta svo tekið sama magn af sínum heimildum innan færeyskrar lögsögu.

Þessi tonnafjöldi svarar til helmings þeirra heimilda, sem Færeyingar eiga eftir óveiddar á þessu ári. Þá felur samningurinn í sér að engar kvaðir eru um það hvar aflanum skuli landað. Þannig geta færeysku skipin landað afla sem fæst innan lögsögu Noregs, hvort sem er landað makrílnum í Færeyjum eða Noregi og öfugt.

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Noregs segir að samningurinn sé sögulegur, því aldrei áður hafi Færeyingar haft jafngóðan aðgang að makrílveiðum ein og nú.

Deila: