Grænlensk makrílskip skipta um áhafnir í Færeyjum

227
Deila:

Grænlensk makrílveiðiskip eru áberandi í Færeyjum um þessar mundir. Þau koma þangað bæði til löndunar og áhafnaskipta. Skipin eru að veiðum í Síldarsmugunni svokölluðu. Alþjóðlega hafssvæði milli Íslands og Noregs.

Í vikunni kom Polar Princess til Kollajarðar til löndunar og áhafnaskipta. Skipið er með um 370 tonn af frystum makríl. Polar Nanoq var í Þórshöfn vegna áhafnaskipta. Svend C kom svo til Kollafjarðar með 570 tonn af frystum makríl og loks kom Polarar Amaroq til eyjanna til áhafnaskipta.
Ljósmynd Kiran Jóanesarson.

Deila: