Arnarlax hlýtur breska vottun
Arnarlax hlaut á dögunum BRC (British Retail Consortium) matvælaöryggisvottun fyrir vinnsluna á Bíldudal.
„Við erum stolt af þessari viðbót. Þessi vottun staðfestir það að hreinlætis-, gæða- og öryggisstaðlar í vinnslunni eru á hæsta alþjóðlega stigi.
Að baki vottunar sem þessarar liggur mikil vinna og undirbúningur og með góðri liðsheild var takmarkinu náð,“ segir í frétt frá Anarlaxi.
Frekari upplýsingar um vottunarferlið má finna á heimasíðu BRCGS.