Kvótum til tilraunaveiða og -vinnslu úthlutað í Færeyjum

95
Deila:

Færeyska sjávarútvegsráðuneytið hefur nú úthlutað viðbótarveiðiheimildum til tilraunaveiða og -vinnslu á makríl  og norsk-íslenskri síld. Í boði voru 1.900 tonn af makríl og 3.700 tonn af síld. Umsóknir voru hinsvegar um 7.200 tonn af makríl og 14.250 tonn af síld.

11 umsóknir bárust um veiðiheimildir í makríl og voru 8 þeirra teknar gildar og deilast heimildirnar á þær. 15 umsóknir bárust í síldarkvótann. 11 umsækjendur skipta með sér þeim 3.700 tonnum, sem voru í boði.

Áhersla er lögð á að veiðiheimildirnar séu nýttar til þróunar og nýsköpunar í veiðum og vinnslu. Af þeim átta sem fengu úthlutað makrílheimildum voru sex vinnslur í landi, sem á ýmsan hátt auka vinnsluvirði makrílsins. Tvær úthlutanir fóru til fiskiskipa sem munu gera tilraunir með trollið og reynt að draga úr þeirri orku, sem fer í að draga það. Ennfremur að bæta meðferð og gæði aflans.

Af þeim 11 umsóknum sem samþykktar í síldinni snúa sjö til vinnslustöðva í landi. Þar verður lögð áhersla á nýsköpun og aukið vinnsluvirði. Fjórar útgerðir hlutu úthlutun. Þrjár þeirra leggja áherslu á orkusparnað við veiðarnar og bætta meðferð aflans og gæði hans. Hins fjórða snýr af samstarfi útgerðar og vinnslu í landi með það að markmiði að auka vinnsluvirði síldarinnar.  

Deila: