Ljósafell komið til Færeyja í slipp

115
Deila:

Ljósafell landaði 107 tonnum í tveimur löndunum í síðustu viku, aflinn var aðallega þorskur og karfi. Ljósafell sigldi síðan til Færeyja sl. sunnudag og var tekið upp í slipp þar.   Skipið er að fara í venjubundið viðhald, en það er tekið á tveggja ára fresti í slipp, botnhreinsað og málað. Reiknað er með að skipið verði rúmar tvær vikur í Færeyjum.
Ljósmynd Kjartan Reynisson.

Deila: