Mesti afli á strandveiðum frá upphafi

157
Deila:

Strandveiðum 2021 er lokið þeim þrettándu í samfelldri röð þeirra.  Aldrei í sögu strandveiða hefur afli verið meiri – alls 12.146 tonn, þar af þorskur 11.159 tonn. Aflaverðmæti þessa afla eru um 4 milljarðar.  

Aflahæstur báta á strandveiðum var Agla ÁR með 51.115 kg.  Skipstjóri og eigandi er Aðalbjörn Jóakimsson.   Agla var á veiðisvæði A.

Á svæði B var Jón Magg ÓF með 38.597 kg, Lundey ÞH á svæði C með 37.798 kg og á svæði D var Snjólfur SF með mestan afla 46.048 kg.

Deila: