Liðkað fyrir makrílveiðum Færeyinga við Noreg
Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja hefur breytt reglugerð um veiðar færeyskra uppsjávarveiðiskipa innan lögsögu Noregs þannig að takmarkanir á veiðunum falla úr gildi.
Samkvæmt breytingunni geta útgerðir skipanna nú veitt makríl innan lögsögu Noregs án takmarkana uns hámarki sem er í gildi er náð, en það er 83.524 tonn. Með þessu móti aukast líkur á því að færeyskar útgerðir geti nýtt heimildir sína til makrílveiða innan norsku lögsögunnar.
Miðað við aflabrögð hingað til er hins vegar ólíklegt að Færeyingar geti fullnýtt sér heimildir sínar í norsku lögsögunni.