Risakrani í vinnu á Ísafirði

141
Deila:

Í síðustu viku afhenti Rúko vinnuvélar, forsvarsmönnum Borgarverks nýjan Liebherr LR 1160 beltakrana sem nota á við lengingu Sundabakka, Ísafirði.

Þessi krani er sá stærsti sinnar tegundar á Íslandi. Eiginþyngd kranans er 184 tonn, mesta hífigeta hans er 160 tonn og mesta hæð 136 metrar. Kraninn er mjög sveigjanlegur í notkun og getur t.d. keyrt með þyngd í króknum. Einnig fylgir krananum 44 metra langt jib. Kraninn getur sett sig saman og sundur sjálfur, þ.e. ekki þarf annað tæki í samsetninguna.

Kraninn er kominn í vinnu á Ísafirði en þar mun hann m.a. sjá um lengingu á viðlegukanti um tæpa 400 metra og við niðurrekstur á stálþiljum í höfnina.
Mynd og frétt af bb.is

Deila: