Hafró rannsakaði hvalina

106
Deila:

érfræðingur frá Hafrannsóknastofnun ásamt þremur rannsóknamönnum, fór á Strandir 5. október til að taka sýni úr grindhvalavöðu sem gekk á land 2. október í landi Mela í Árneshreppi.

Um er að ræða rúmlega 50 hvali sem Landhelgisgæslan mun draga út á rúmsjó í næstu viku. Sýnataka gekk ágætlega en unnið var í kapp við aðfallið.

Rannsóknamenn með Valerie Chosson, sérfræðing Hafrannsóknastofnunar voru:
Anna Selbmann – doktorsnemi við HÍ, Caroline Elisabeth Haas, doktorsnemi við HÍ og University of Saint Andrews (Skotland) og Carola Chicco, nemi við HÍ og University of Torino (Ítalía).

Deila: