Búsvæði á sjávarbotni og haffræði Grænlandssunds í málstofu Hafró

158
Deila:

Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Julian M. Burgos, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun flytur erindið: Benthic habitats and oceanography in Denmark Strait / Búsvæði á sjávarbotni og haffræði Grænlandssunds

Erindið verður flutt á ensku og opið öllum á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar
Um Julian
Julian M. Burgos hefur starfað sem sérfræðingur á Botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2009. Rannsóknir hans beinast einkum að djúpsjónum og viðkvæmum vistkerfum í sjó. Meginviðfangsefnin eru kortlagning búsvæða, líkanagerð með það að markmiði að áætla dreifingu tegunda út frá umhverfiseiginleikum og samverkun fiskveiða og búsvæða. Julian er með B.Sc. gráðu í líffræði frá National University of Patagonia í Argentínu, M.Sc. í sjávarlíffræði frá College of Charleston í South Carolina (Bandaríkin) og PhD gráðu í fiski- og vatnafræðum frá University of Washington (Bandaríkin).

Deila: