Færeyingar með mikið af síld af Íslandsmiðum
Færeysku skipin hafa verið að mokfiska norsk-íslenska síld innan lögsögu Íslands út af Austfjörðum. Högaberg landaði 1.200 tonnum af síld í fyrradag í Fuglafirði. Þar á eftir kom Hoyvík með 1.300 tonn og loks Katrin Johanna með 1.300 til 1.400 tonn.
Það er því nóg að gera í fiskiðjuverinu í Fuglafirði.