Gréta María heldur á ný mið

236
Deila:

Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla. Gréta María mun láta af störfum á næstu vikum.

“Tíminn hjá Brim er búinn að vera mjög skemmtilegur, hér er öflugt fólki og ég hef unnið að verkefnum sem ég brenn fyrir. Brim er leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi og ekki síður í umhverfismálum og ég hef fengið tækifæri til að koma að þeirri vegferð. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og hver veit nema að leiðir okkar liggi saman aftur í framtíðinni.” sagði Gréta María í samtali á heimasíðu Brims.

“Það er eftirsjá af Grétu Maríu sem hefur reynst félaginu vel og hún hefur komið með margar góðar og ferskar hugmyndir og sýn á okkar rekstur. Við þökkum henni fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í spennandi verkefnum framundan,“ sagði Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.

Deila: