Síldin gjöful í haust

140
Deila:

Síldveiðar hafa gengið einstaklega vel í haust og á það bæði um um norsk-íslensku síldina og íslensku sumargotssíldina. Nú má gera ráð fyrir að skipin hætti á síld og einbeiti sér að loðnu, en fyrsti loðnufarmurinn barst að landi í Neskaupstað í gær.

112.000 tonn af norsk-íslensku síldinni hafa borist að landi. 1.654 tonn eru óveidd og færast væntanlega yfir á næsta ár. Tæp 65.000 tonn af sumargotssíldinni hafa borist að landi og 14.000 tonn enn óveidd.

Sé litið á samanlagðan síldarafla einstakra skipa í haust, virðast sjö skip hafa landað meiru en 10.000 tonnum. Það eru Vilhelm Þorsteinsson EA með 15.994 tonn, Beitir NK með 14.069 tonn, Venus NS með 12.805 tonn, Börkur NK með 12.562 tonn, Heimaey VE með 12.286 tonn, Víkingur AK með 11.680 og Sigurður VE með 10.751 tonn.

Deila: