Fiskurinn vinsælastur

148
Deila:

Starfsmenn í fiskvinnsluhúsi ÚA á Akureyri eru á bilinu 110 til 120 og langflestir borða daglega í mötuneytinu.

Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari stýrir mötuneytinu og hann segir að eðli málsins samkvæmt sé nokkuð mismunandi hvaða réttir séu í uppáhaldi hjá svo stórum hópi. Fiskurinn njóti þó alltaf mikilla vinsælda, steiktur ÚA fiskur tróni líklega á toppnum. Sigurður gefur góðfúslega lesendum heimasíðunnar uppskriftina girnilegu.

Hægt að leika sér með fiskinn

Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari.

„Já, það er náttúrulega þvílíkur lúxus að geta farið niður í vinnsluna og náð í brakandi ferskt hráefni, það eru ekki allir matreiðslumeistarar sem búa svo vel. Hérna er venjulega fiskur tvisvar sinnum í viku og stundum þrisvar sinnum. Oftast verður þorskur fyrir valinu hjá okkur eins og í dag, þorskurinn er mjög góður og hægt að leika sé með hráefnið á svo margvíslegan hátt,“ segir Sigurður í samtali á heimasíðu Samherji.

Gamla góða soðningin nýtur vinsælda

Til þess að sjálf fiskvinnslan stöðvist ekki í hádeginu er nokkuð mismunandi hvenær fólk kemur í mat, frá klukkan 11:30 til 13:00.

„Starfsfólkið er ansi duglegt við að gauka að okkur uppskriftum og hugmyndum, sem við auðvitað tökum fagnandi. Fiskurinn er vinsælastur hjá okkur, allir elska fisk getum við sagt. Gamla góða soðningin fellur alltaf vel í kramið og sömu sögu er að segja um steikta ÚA fiskinn sem er reglulega á matseðlinum.“

Ekki ofelda fiskinn

„Það þarf að passa sérstaklega að ofelda ekki fiskinn, þá verður hann þurr. Ef maður er með hráefnið í ofni, þá er betra að lækka hitann og kynda ofninn svo vel skömmu áður en safaríkur fiskurinn er borðinn á borð. Líklega eru algengustu mistökin hjá fólki að ofelda, línan þarna getur reyndar verið nokkuð fín.“

  Góð aðstaða

Sigurður segir að aðstaðan í mötuneytinu sé einstaklega góð.

„Já, hérna er svo að segja allt til alls, eldhúsið er stórt og gott og matsalurinn er rúmgóður og hlýlegur.Tækjalega erum við vel sett, fyrirtækið leggur mikla áherslu á að hérna sé allt til alls, þannig að við sem sjáum um matinn erum mjög sátt og ánægð með aðstöðuna.“
Uppskriftin birtist á Auðlindinni í fyrramálið.

Deila: