Steiktur ÚA fiskur
![](https://audlindin.is/wp-content/uploads/2021/12/Uppskrift-11.12.2021-Steiktur-UA-fiskur.jpg)
Fiskur er í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum ÚA, en í mötuneyti fyrirtækisins starfa um 100 manns og borða flestir daglega í mötuneytinu. Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari stýrir mötuneytinu og hann segir að eðli málsins samkvæmt sé nokkuð mismunandi hvaða réttir séu í uppáhaldi hjá svo stórum hópi. Fiskurinn njóti þó alltaf mikilla vinsælda, steiktur ÚA fiskur tróni líklega á toppnum. Uppskriftin birtist á heimasíðu Samherja:
Fiskurinn
1 kg þorskhnakkar
150 gr hveiti
1 msk karrý
1 msk sítrónupipar
1 tsk cumin
1 tsk paprikukrydd
1 msk salt
½ tsk svartur pipar
Þurrefninu blandað saman og þorskurinn skorinn í hæfilega stóra bita. Velt uppúr kryddblöndunni og steikt á pönnu með olíu og smjöri. Klárið annað hvort á pönnunni eða í ofni á 160c í um 8 mín.
Parmesan kartöflur:
500 g kartöflusmælki
50 g parmesanostur
30 ml hvítlauksolía
Salt og pipar
Kartöflurnar eru soðnar og kramdar örlítið og lagðar á bökunarplötu. Hvítlauksolíunni hellt yfir og parmesanostur rifinn yfir, kryddað með salt og pipar. Bakað í ofni á 220c í um 20 mínútur og síðan borið fram.
Kóríander hvítlaukssósa
50 ml mæjones
50 ml sýrður rjómi
50 ml súrmjólk
10 g hvítlaukur
1 límóna
1 msk hunang
30 g kóriander
Salt og pipar
Öllu hrært saman í skál. Límónan kreist og börkurinn rifinn fínt saman við. Smakkið til með salti og pipar.
Gott er að gera sósuna deginum áður þannig hún fái að brjóta sig, hún verður betri fyrir vikið.
Borið fram með fersku salati og fetaosti.