Neminn skilaði upplýsingum úr fiski og fugli

210
Deila:

Nemar Stjörnu-Odda eru notaðir til að mæla margvíslega þætti í dýrum, með því að koma þeim fyrir í dýrunum. Í fiskum er til dæmis hægt mæla dýpi og sjávarhita og jafnvel skrá ferli fiskins. Venjulega skila fiskimenn merkjunum svo hægt sé að lesa af þeim.

Nema var komið fyrir í þorski í Eystrasalti í sérstökum merkingarleiðangri árið 2018. En það var ekki fiskimaður sem skilaði nemanum, heldur fuglafræðingur. Hann fann nemann í skarfabyggð.

Við aflestur af nemanum kom í ljós að hann hafði safnað upplýsingum í 90 daga áður en skarfurinn át hann. Vegna mismunandi líkamshita þorsksins og skarfsins var auðvelt að sjá hvenær skarfurinn át þorskinn og hvenær neminn fór í gegnum meltingarfæri skarfsins.

Í ljós koma að skarfurinn hafði étið þorskinn á grunnu vatni, um 1,5 metra dýpi um klukkan 9 að morgni. Það tók skarfinn 31 klukkustund að melta þorskinn og skila nemanum af sér. Þetta mátti lesa út úr hitanum, sem þá var 39,3 til 42,1 gráður á Celsíus.
Rituð var grein um þetta og má sjá hana hér IEEE Xplore 

Deila: