Búið að veiða 42% af loðnukvótanum

Deila:

Fyrir hádegi í dag hafa veiðst 279.527 tonn af 662,064 eða um 42.2% af heildarkvótanum. Aflahæsti dagur síðastliðinnar viku var 31. jan. þar sem var landað 10.359  tonnum. (8.570 vikuna á undan) Þetta kemur fram á vefsíðunni  www.lodnufrettir.is
Aflahæsta skip vertíðarinnar er Börkur NK-122 með 18.799 tonn upp úr sjó í 9 löndunum.

„Vestmannaeyjar eru aflahæsta höfnin með 43.856 tonn ef einungis er talinn afli innlendra skipa. Seyðisfjörður trónir hinsvegar á toppnum með 45.907 tonn ef litið er á heildarmagn íslenskra, grænlenskra og norskra skipa. Því sendum við kveðjur í golfskálann á Seyðisfirði sem getur andað rólega fram að næstu tölum.
 Áætluð verðmæti fyrir loðnuvertíðina hingað til eru um 149.9m USD.
Afli liðinnar viku var 59.656 tonn og mokveiði í kortunum þangað til fréttir bárust af seinni niðurstöðu loðnumælinga. Nú eru mörg skip ýmist komin í höfn eða á leið í höfn þangað til sú staða skýrist en við fyrstu sýn lítur út fyrir að 100.000t skerðing á aflamagni gæti orðið að veruleika. Að lokum langar okkur að kasta kveðju á heimsmethafana um borð í Vilhelm & Berki Nk sem toppuðu skalann ef svo má að orði komast.  

Meiri tölfræði og allar upplýsingar um veiðina inn á www.lodnufrettir.is & ef þú hefur áhuga á að fylgjast með skipaumferð þá mælum við með www.styrid.is 

Í næstu viku mun líta dagsins ljós gisk leikur þar sem hægt er að giska á hversu mikið magn mun veiðast þá vikuna. Ef þú hefur áhuga á að gefa vinninga til siguvegara máttu hafa samband,“ í Loðnufréttum. 

Deila: