-->

48 ár til sjós

Maður vikunnar starfar við sölu veiðarfæra, en er fyrrverandi skipstjóri. Hann er fæddur og uppalinn á Suðureyri, þar sem sjómennskan hófst á handfærum.

Nafn:

Kristinn Gestsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð.

Fjölskylduhagir?

Giftur Jóhönnu Vilhjálmsdóttur á fjögur börn með fyrri eiginkonu og tvo stjúpsyni með Jóhönnu.

Hvar starfar þú núna?

Er sölustjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni Ísland. Byrjaði þar þegar ég hætti til sjós árið 2017.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég hóf störf við sjávarútveg árið 1969 á handfærum og var til sjós eftir þann tíma að undanskyldum árunum þegar ég var við nám í Stýrimannaskólanum. Þannig að mín sjómennska náði yfir 48 ár og þar af skipstjóri í 38 ár eða frá 1979. Þegar ég fór í land hóf ég störf hjá Hampiðjunni þannig að ég starfa ennþá við sjávarútveg.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Tvímælalaust er það fjölbreytnin. Ég upplifi það þannig að þetta starf sé það fjölbreyttasta hér á landi. Enginn dagur eins og alltaf eitthvað nýtt að ske. Einu sinni var sagt að það gæti allt skeð á togara, og svei mér þá ég held að það sé rétt alla vega hef ég upplifað ótrúlegustu atvik sem maður hefði ekki geta ímyndað sér.

En það erfiðasta?

Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku sem hefur verið sérstaklega erfitt. Vinna til sjós er aldrei auðveld þannig að enginn sem vinnur til sjós reiknar með öðru. Ég hef ekki lent í þannig aðstæðum til sjós að það hafi tekið á andlega sem ég gæti ímyndað mér að væri erfitt að takast á við.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

 Það er með þetta eins og í spurningunni á undan að maður lendir í ótrúlegustu uppákomum á sjó og fólki sem vinnur í landi myndi finnast skrítið en sjómenn telja eðlilegasta hlut í heimi.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Á löngum tíma kynnist maður mörgum eftirminnilegum einstaklingum. Ég eiginlega get ekki gert uppámilli allra þeirra eftirminnilegu einstaklinga sem ég hef kynnst í lífinu.


Hver eru áhugamál þín?

Stangveiði það er fátt skemmtilegra en að standa útí flottri á með stöngina og fisk á línunni. Einnig hjólreiðar hef ákaflega gaman að því að hjóla.


Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Léttsaltaðir þorskhnakkar ala Jóhanna þeir hreinlega bráðna í munninum og eru algert lostæti. Svo náttúrulega gellur þær klikka ekki nánast sama hvernig þær eru matreiddar.


Hvert færir þú í draumfríið?

Ég myndi segja Bali hef alltaf dreymt um að koma þangað. Svo var í gamla dag draumurinn að fara á seglskútu umhverfis jörðina en ég held að sá draumur rætist héðan af en hver veit.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...