Með tæp 200 tonn, mest þorskur

93
Deila:

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki í gær. Heildarmagn afla um borð var um 196 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíða Fisk Seafood hafði samband við Ágúst Óðinn Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum tæpa sex daga á veiðum og vorum fyrir vestan, á Halanum, Kögurgrunni, Þverálshorni og enduðum á Skagagrunni. Það hefur gengið vel að fiska en hefur verið stutt á milli lægðanna þetta haustið. Þegar veðrið lagast þá fer það að versna,“ sagði Ágúst.

Deila: