Áfram vöxtur í tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum

91
Deila:

Uppgangur heldur áfram í vexti margra tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vexti greinarinnar er haldið uppi af stærstu fyrirtækjunum en mörg hinna minni sjá tækifæri til vaxtar. Tækifærin til vaxtar eru í áframhaldandi róbótavæðingu, yfirtökum eða sameiningu fyrirtækja.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu Sjávarklasans.

„Árið 2019 var gott ár að flestu leyti í rekstri tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og fiskeldi, ekki síst á meðal þeirra stóru. Pantanabækur voru stórar og útlit inn í framtíðina mjög gott. Mörg minni fyrirtæki með sérhæfðari lausnir, áttu einnig gott ár og sum juku veltuna umtalsvert á milli áranna 2018-2019. Stærri rekstrareiningar fyrirtækjanna, sem boðið geta heildstæðar lausnir, virðast styrkja sig enn meira í alþjóðlegri samkeppni. Stærstu fyrirtækin í tæknilausnum fyrir fiskvinnslu, Marel, Skaginn3X og Valka, héldu áfram að eflast. Þá hafa önnur íslensk alþjóðafyrirtæki eins og Hampiðjan haldið áfram að vaxa og skila góðum ábata. Einnig er ánægjulegt að sjá fyrirtæki með ýmsar sérlausnir eflast. Þar er um að ræða m.a. fyrirtæki í sölu á rafvindum, veiðarfærum, rekjanleikalausnum og kælingu svo eitthvað sé nefnt,“ segir meðal annars í greiningunni.

Greininguna í heild sinni á íslensku má lesa hér.

 

Deila: