-->

Ágætur afli þrátt fyrir brjálað veður

,,,,Þetta slapp til þótt veðrið væri kolvitlaust. Við vorum með 65 tonn eftir stuttan tíma á miðunum. Því miður urðum við að fara fyrr til hafnar en ráð var fyrir gert, vegna smá bilunar. Við komum inn í gærmorgun og komumst aftur út í gærkvöldi,” segir Friðleifur Einarsson (Leifur), skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK í samtali á heimasíðu Brims.

Helga María er nýkomin aftur á flot eftir stóra klössun sem gerð var í Reykjavík. M.a. var skipt um stál í skipinu á kafla, aðalvélin tekin upp að hluta auk þess sem skipið var málað að nýju. Alls tók klössunin um mánuð en fyrir brottför frá Reykjavík voru teknir nýir 32 mm togvírar um borð. Voru þeir strekktir inn á spilin hjá Hampiðjunnni.

Togarinn er nú að veiðum á Fjöllunum SV af Reykjanesi og segir Leifur að aflinn sé svipaður og í fyrri veiðiferðinni, enda er veiðisvæðið það sama.

,,Það er gott veður núna og þægilegt að stunda veiðarnar. Uppistaða aflans er gullkarfi og svo er það alltaf spurning hvort maður hitti á ufsann. Hann hefur verið aukaafli með karfanum fram að þessu en það getur breyst fyrirvaralaust, eins hendi sé veifað,” segir Friðleifur Einarsson.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...