-->

Barði með góðan kolmunnatúr

Barði NK kom til Neskaupstaðar í nótt með 1.800 tonn af kolmunna sem fékkst í færeyskri lögsögu. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Hjört Valsson skipstjóra og spurði hvernig veiðiferðin hefði gengið.

„Hún gekk ágætlega. Þegar við komum á miðin fyrir austan Færeyjar var bræla en við gátum byrjað að veiða sl. laugardag. Alls voru þetta sjö hol og var dregið frá 22 tímum og niður í 9-10 tíma. Þannig að það voru tekin eitt til tvö hol á sólarhring. Aflinn var þokkalegur og stærsta holið var 450 tonn. Að lokinni löndun verður haldið til loðnuveiða norður af landinu og það verður spennandi. Það verður gaman að taka þátt í því partíi,“ segir Hjörtur.
Ljósmynd Smári Geirsson.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...