Togarinn Bergey VE frá Vestmannaeyjum kom með annað Eyjaskip, Bylgju VE, í togi til Akureyrar í hádeginu í gær. Bylgja fékk í skrúfuna norður af Vestfjörðum, kafari mun bjarga málum í Akureyrarhöfn og skipið síðan snúa til veiða á ný. Bergey var komin með fullfermi og tækifærið verður því notað og landað á Akureyri sakkvæmt frétt á akureyri.net
Bergey er í eigu Bergs-Hugins en eigandi Bylgju er samnefnd útgerð.
Bergey VE kemur með Bylgju VE til Akureyrar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Tengdar færslur
Fizza
Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...
Skrýtið að þjóna til altaris
Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...
Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...
„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...