-->

Besti maturinn er hreindýrasteikin á Randulfs sjóhúsi

Við höldum okkur fyrir austan, þegar kemur að manni vikunnar. Sá sem það er nú, er Eskfirðingur, bæði brottfluttur og heimfluttur. Hann er yfirvélstjóri á Beiti NK og hans eftirminnilegasti samstarfsfélai er Sveinn Benediktsson.

Nafn:
Hreinn Sigurðsson.

Hvaðan ertu? 
Ég er uppalinn hér á Eskifirði. Flutti að heiman 16 ára var 30 ár í burtu,  flutti aftur heim á Eskifjörð 2014.

Fjölskylduhagir: 
Giftur Berglindi Jóhannsdóttur lífefnafræðingi. Ég á 3 uppkomin börn og 1 barnabarn.

Hvar starfar þú núna 
Hjá Síldarvinnslunni.  Er yfirvélstjóri á Beiti NK.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Fermingarárið mitt í skreiðarverkun á vetrarvertíð eftir skóla og um helgar.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg. 
Góð veiði í góðu veðri er það skemmtilegasta.  Prófaði í fyrsta skipti loðnunót á nýliðinni vertíð það var virkilega gaman.

En það erfiðasta?
Ég hef lent í allskonar erfiðleikum í sjómennsku, en þegar vel fiskast í góðu veðri þá man ég ekki eftir neinu sérstöku.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum? 
Líklega þegar ég sigldi með gamla Barða NK til Namibíu eftir að hann var seldur, en áhöfnin var að mestu leyti frá Namibíu. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn. 
Sveinn Benediktsson sem var skipstjóri á Barða NK.

Hver eru áhugamál þín?
Skotveiði ferðalög.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn. 
Besti matur sem ég fæ er hreyndýrasteikin á Randulfs sjóhúsi (sem er veitingastaður hér á Eskifirði).

Hvert færir þú í draumfríið?
Þjóðvegaferð, þar sem keyrt er um miðvesturríki Bandaríkjanna.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Oddbjörg hætt hjá LS

Oddbjörg Friðriksdóttir skrifstofustjóri Landssambands smábátaeigenda til rúmlega 30 ára hefur látið af störfum.   Landssamband ...

thumbnail
hover

Mætt á vaktina 20. árið í...

Þó svo að makrílvertíðin fari rólega af stað er nú mikið líf og fjör á Þórshöfn. Kona sem er mætt á vaktina tuttugasta ár...

thumbnail
hover

Góð aflabrögð í Bolungarvík

Góð aflabrögð voru í Bolungavík í síðasta mánuði. Alls bárust 2005 tonn að landi. Um 1500 tonn eða 3/4 allrar veiði var fengi...