-->

Bölvað vesen oft á tíðum

Maður vikunnar að þessu sinni er Akurnesingur og starfar hjá Skaganum 3X á hugbúnaðarsviði. Hann segir þróun á meðhöndlun hráefna mjög áhugavert viðfangsefni. Þýskaland og Belgía eru í uppáhaldi hjá honum, en hann langar engu að síður til Japan.

Nafn?

Örnólfur Stefán Þorleifsson.

Hvaðan ertu?

Akranesi.

Fjölskylduhagir?

Giftur yndislegri konu og við eigum saman 3 börn á aldrinum 1 – 10 ára.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Skaganum 3X, á hugbúnaðarsviði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 2017.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin við mismunandi vinnslur víðsvegar og þróun á meðhöndlun hráefna finnast mér mjög áhugaverð viðfangsefni.

En það erfiðasta?

Auðvitað geta komið upp erfiðar aðstæður í vinnslu, bilanir og pressa á að leysa vandann strax. En það sem mér finnst oftast erfiðast er að vera í burtu frá fjölskyldunni í vinnuferðum í lengri tíma.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að þurfa að díla við rússneska kerfið í vinnuferðum þangað til lands. Reglurnar þeirra eru svo skrítnar sumar hverjar og svo strangar. Allt þarf að vera á pappír, allt stimplað með réttu stimplunum og bara bölvað vesen oft á tíðum.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru nú margir sem koma fyrst upp í hugann. En ætli ég verði ekki að segja Alexander Aron Guðjónsson, rafvirki. Einstakur karakter.

Hver eru áhugamál þín?

Njóta mín með fjölskyldu og vinum, tölvuleikir og tónlist.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ribeye, rótargrænmeti og rautt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Þau lönd sem eru í uppáhaldi hjá mér eru Þýskaland og Belgía. En mig hefur alltaf langað að fara til Japan.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...