Börkur aflahæstur á makrílnum

167
Deila:

Makrílaflinn á vertíðinni er nú orðinn 148.400 tonn og verður væntanlega ekki meiri. Makrílinn genginn suður eftir og íslensku skipin komin á síldveiðar. Þá eru óveidd 18.900 tonn af leyfilegum heildarkvóta upp á 148.400 tonn. Í fyrra varð aflinn 125.500 tonn af 153.200 tonna kvóta.

Að þessu sinni stunduðu smábátarnir nær engar veiðar enda gekk makríllinn ekki upp á landgrunnið og vestur eftir því allt til Grænlands eins og undanfarin ár. Hann hélt sig lengst af austur af landi, innan landhelgi og austur á alþjóðlega svæðið sem gengur undir nafninu Síldarsmugan.

Segja má að aðeins 20 skip hafi stundað einhverjar makrílveiðar í sumar, uppsjávarveiðiskip og togarar. Fimm skip fóru yfir 10.000 tonn að þessu sinni. Aflahæsta skipið er Börkur NK með 11.200 tonn. Næst kemur Víkingur AK með 10.500 tonn, Huginn VE með 10.500 tonn, Venus NS með 10.400 tonn og Beitir NK með 10.200 tonn.

Deila: