-->

Byrjaði 10 ára á sjó

Maður vikunnar byrjaði að róa með pabba sínum, þegar hann var 10 ára gamall og hefur sleitulítið stundað sjóinn síðan. Hann er frá Raufarhöfn og starfar nú sem bátsmaður og stýrimaður hjá Samherja.

Nafn:

Jóhann Guðni Jóhannsson.

Hvaðan ertu?

Raufarhöfn.

Fjölskylduhagir?

Ég á konu og 2 börn.

Hvar starfar þú núna?

Bátsmaður og stýrimaður hjá Samherja.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég hef starfað við þetta síðan ég man eftir mér í raun. Byrjaði að róa með pabba 10 ára gamall allar helgar og öll sumur. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Að fara í frí.

En það erfiðasta?

Að vera í burtu frá fjölskyldunum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að bera sjó í fötum úr vélarrýminu vegna þess að skipið byrjaði að leka.
Þetta gerðist á Ásbirni gamla 2015. Þá kom gat undir aðalvélina.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Árni Sigga.

Hver eru áhugamál þín?

Að búa til peninga. Fátt skemmtilegra en að finna leiðir til að búa til meiri pening.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltfiskur með hamsatólg, kartöflum og rúgbrauði.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Grikklands. Ekki spurning. Með fjölskylduna.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hafsbotninn kortlagður

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt af stað í kortlagningu hafsbotnsins þann 23. júní og mun leiðangurinn standa til 1. júlí....

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...